Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð

Ábyrgð seljanda hefur ekki  í för með sér neinar takmarkanir á rétti sem á er kveðið um í lögum um neytendakaup að neinu leyti. Ábyrgð vegna galla á vöru er 2 ár eftir kaupdagsetningu hjá einstaklingum. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup. Ábyrgð er ekki tekin á vöru nema einungis gegn framvísunar á frumriti kaupnótu. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum þ.e.a.s. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár. Til að mynda eru rafhlöður rekstrarvara og getur þurft að endurnýja fyrir lok ábyrgðartíma. Ábyrgð fellur ávallt úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða átt hefur verið við það án samþykkis Esjugrundar ehf þrátt fyrir að það hafi verið gert á verkstæði.  Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar og er kaupanda bent á að lesa gaumgæfilega allar leiðbeiningar og handbækur sem fylgja vörunni. 
Esjugrund ehf áskilur sér ávallt rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála okkar innan eðlilegra tímamarka. Ef að til úrlausnar ábyrgðar kemur, getur Esjugrund ehf ákveðið  að bjóða kaupanda viðgerð, aðra vöru sömu gerðar eða afslátt af annarri vöru Esjugrundar ehf. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni og er valið ávallt í höndum Esjugrundar ehf. Í sumum tilfellum geta einstakar vörur eða vörumerki verið með lengri ábyrgðartíma, í þeim tilfellum sem það á við er slíkt ávallt tekið fram á frumriti nótu. 

Seljandi er aldrei skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði,  gefa afslætti,  skipta út vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartímanum líkur.

Virðingarfyllst,
Esjugrund ehf